Davíð Freyr Ólafsson

Davíð Freyr Ólafsson hóf störf í rafvirkjun 20 ára gamall hjá Fagtækni. Meðal hans fyrstu verka var að vinna við verslunarmiðstöðina Hagkaup í Smáralind. Davíð sá um neyðarlýsingu í tónlistarhúsinu Hörpu og starfaði einnig sem sölustjóri hjá Rafport í fimm ár og hefur unnið fjölmörg verkefni í samstarfi við Lumex.

Davíð hefur tekið þátt í mörgum og fjölbreyttum verkum, hvort sem það eru nýbyggingar, viðhald eða endurbætur. Hann hefur hannað og séð um raflagnir í fjölda verslana, skrifstofuhúsnæðis, veitingastaða og heimila. Davíð hefur mikla þekkingu á uppsetningu á hússtjórnarkerfum og forritun þeirra.

Ingólfur Arnar Magnússon

Ingólfur A. Magnússon hóf störf hjá Íslenskum Aðalverktökum 16 ára gamall, árið 1988, á Keflavíkurflugvelli þar sem hann vann í 17 ár við mörg og fjölbreytt verkefni. Þessi verkefni voru sem dæmi aðstöðusköpun og uppsetning vinnubúða, viðhaldsvinna á ýmsum búnaði, vinna við fjarskiptamastur hersins í Grindavík og ratsjástöðva, uppsetning á brunakerfum, síma og sjónvarpskerfum í 900 íbúðir, lagnir og tengivirki við háspennu, raflagnir í húsnæðum hersins, vinna við rafbúnað á flug- og akstursbrautum Keflavíkurflugvallar og raflagnavinna á flugskýlum hersins.

Ingólfur verkstýrði fjölda verkefna hjá IAV á Keflarvíkurflugvelli meðal annars uppsetningu á götulýsingu, ljósleiðaravæðingu á stórum hluta Keflavíkurflugvallar, endurnýjun á öllum raflögnum og ljósabúnaði á flug- og akstursbrautum, endurnýjun á háspennukerfi hersins og uppsetning á öryggishliðum og fleira.

Ingólfur var yfirverkstjóri á allri rafmagnsframkvæmd við byggingu tónlistarhússins Hörpu. Framkvæmdin stóð frá 2006 til 2013 og var hann með 35-45 rafiðnaðarmenn í vinnu þegar mest var.

Ingólfur vann því hjá IAV í 25 ár og öðlaðist mikla reynslu þar.

Ljósið rafverktakar – starfssemi

Ljósið Rafverktakar er 5 ára gamalt löggilt rafverktakafyrirtæki.

Við hjá Ljósinu Rafverktökum höfum 13 starfsmenn.  Rafvirkja, og raflagnahönnuð.  Starfsmenn hafa mikla reynslu og þekkingu á sviði raflagna, tölvukerfa, innbrotskerfa, brunakerfa, aðgangskerfa, dyrasíma og hússtjórnarkerfa t.d. KNX og Free at Home uppsetningum og töflusmíði.

Ljósið tekur að sér allskonar verkefni stór og smá, við metum öll verkefni og erum sanngjarnir í verðum.

Fyrir utan alla almenna raflagna vinnu, þá getur fyrirtækið líka hannað og teiknað raflagnateikningar og hafa starfsmenn mikla kunnáttu á fjarskiptabúnaði og ljósleiðarateningum.

Við höfum verið lánsamir að hafa hjá okkur frábært og fjölhæft starfsfólk sem skilar einstaklega góðu verki.

Starfsmenn

Davíð Freyr Ólafsson

Davíð Freyr Ólafsson

Eigandi, Rafvirki
Ingólfur Arnar Magnússon

Ingólfur Arnar Magnússon

Eigandi, Rafvirki
Steinar Ólafsson

Steinar Ólafsson

Rafvirkjameistari, Raflagnahönnuður, Iðnfræðingur
Magnús Ágúst Magnússon

Magnús Ágúst Magnússon

Bókari
Geirmundur Einarsson

Geirmundur Einarsson

Rafvirki
Kristján Heiðar Ágústsson

Kristján Heiðar Ágústsson

Rafvirki
Daði Þór Steinþórsson

Daði Þór Steinþórsson

Rafvirki
Ingólfur Geirdal

Ingólfur Geirdal

Rafvirki
Gabríel Ölduson

Gabríel Ölduson

Rafvirki
Reynir Ólafsson

Reynir Ólafsson

Rafvirki
Jason Alexander Quinn

Jason Alexander Quinn

Rafvirki
Sigurður Páll Pálsson

Sigurður Páll Pálsson

Nemi
Páll Viggósson

Páll Viggósson

Símvirki/Fjarskiptakerfi
© Ljósið Rafverktakar